Ófeigur Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir metsölubók sína, Öræfi. Tímarím rakst á Ófeig á Þorláksmessu, þegar Forlagið var að dreifa aukaprentun af hinni geysivinsælu bók hans í verslanir. Fundurinn átti sér stað í einni af fáum bókaverslunum á landinu, sem ekki bauð Öræfi til sölu fyrir liðin jól. Þetta var í Bókinni, fornbókaverslun feðganna Braga og Ara Gísla á Klapparstíg. Kannski verður bókin þar síðar, þegar hún hefur náð aldri og þroska til að vera í hillum fornbókaverslunar.
Ófeigur var ekki einn á ferð því með honum var vinur hans, þýski fjárhundurinn, Kolur. Þeir félagar vöktu lukku á Klapparstígnum á Þorláksmessu.
Tímarím óskar Ófeigi til hamingju með viðurkenninguna og velgengnina.