• Forsíða
  • Um Tímarím
  • Hafa samband
  • Auglýsingar
  • Íslenska
  • English

logo
facebook
rss
twitter
Haus

  • Forsíða
  • Fréttir og pistlar
    • Ólafur Arnarson
    • Innlent
    • Útlönd
    • Fréttaskýringar
    • Jón Þorbjörnsson
    • Örn Ólafsson
    • Forsetakosningar 2012
  • Rúsínan
  • Menning
    • Bækur
    • Matur og vín
    • Heimilið
    • Viskí
  • Skemmtilegt
    • Lagasafnið
    • Tímagrín
    • Fat-fit
  • Um Tímarím


Sjálfstæðisflokkurinn í sókn?

3. september 2014
Höfundur: Ólafur Arnarson

Nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkur þjóðarinnar með fylgi í kringum 30 prósent kjósenda. Björn Bjarnason fagnar því mjög á Facebook að í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mældist flokkurinn yfir 30 prósent í fyrsta skipti frá því rétt fyrir landsfund flokksins í febrúar á síðasta ári. Björn þakkar málsvörn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í máli því sem beinist að óeðlilegum afskiptum ráðherrans af lögreglurannsókn vegna lekamálsins svonefnda þessa fylgisaukningu.

Einhvern tíma hefði það ekki þótt tíðindum sæta að Sjálfstæðisflokkurinn mældist stærstur stjórnmálaflokka og einhvern tíma hefði það þótt fréttnæmt að flokkurinn mældist einungis með ríflega 30 prósent fylgi.

Þegar rýnt er í niðurstöður könnunar Fréttablaðsins kemur í ljós að meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni neitaði að svara eða gefa upp fylgi við einstaka flokka. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn einungis með fylgi 15 prósenta þeirra sem spurðir voru.

Alþekkt er við framkvæmd skoðanakannana hér á landi að Sjálfstæðisflokkurinn fær jafnan mun minna fylgi frá óákveðnum kjósendum en flokkarnir sem teljast til vinstri. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Sjálfstæðisflokkurinn er skýr valkostur fyrir þá kjósendur sem hallast til hægri á meðan kjósendur sem hallast til vinstri hafa úr fleiri flokkum að velja og eru því eðlilega óákveðnari en hinir sem kjósa til hægri. Þess vegna hefur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og fleiri sem framkvæma skoðanakannanir tekið upp á því að spyrja þá sem ekki gefa upp einstaka flokka um það hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk. Svör við þessari framhaldsspurningu hafa leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á mun minna fylgi meðal óákveðinna en aðrir flokkar. Fréttablaðið hefur hins vegar ekki þennan háttinn á.

Þegar meira en helmingur þátttakenda er óákveðinn eða vill ekki gefa upp flokk blasir því við að fylgi Sjálfstæðisflokksins er stórlega ofmetið. Það er því óvarlegt hjá forystumönnum flokksins að fagna um of þessari niðurstöðu Fréttablaðsins þó að eflaust sé það rétt að Hanna Birna á stóran þátt í því að raunverulegt fylgi flokksins um þessar mundir virðist liggja einhvers staðar á bilinu 20-25 prósent.

Það verður hins vegar ekki af Birni Bjarnasyni tekið að við fátt verður gamansemi hans jafnað, þegar hann telur innanríkisráðherra hafa bætt við fylgi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum vikum, enda tilheyrir Björn víst þeim hópi sjálfstæðismanna sem kætist æ meir eftir því sem fámennara og góðmennara verður í flokknum.

Björn Bjarnason, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Fréttablaðið, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn, skoðanakönnun
Deila á samfélagsmiðlum
Email
Prenta grein
Nýjast
Vinsælast
Pistlar
Credit card debt relief At Debt settlement Alabama, it is made by us feasible to combine your financial situation into
28. febrúar 2021
Your ex im acts that are dating and cool. How internet dating affects culture
28. febrúar 2021
Tinder keine nachrichten zugespielt bekommen. Tinder funktioniert nicht – Dies im Stande sein Diese erledigen
28. febrúar 2021
Recommendations In order to Rejoice Just Present day gambling establishment Interface Machines
28. febrúar 2021
Thai Cupid Review & Experiences. The Thai Cupid search function
28. febrúar 2021
Hvaða spurningar var Þóra hrædd við?
24. júní 2012
Umboðsmaður skuldara: Borgaðu bankanum frekar en að borða og kaupa lyf!
26. júlí 2012
Sjálfhverft, siðlaust sjálftökulið!
8. júlí 2012
Bjarni skuldar skýringar
17. júlí 2012
Taugatitringur
14. júní 2012
Völvuspá Tímaríms fyrir 2017
31. desember 2016
Völva Tímaríms var með þetta
19. apríl 2016
Boltinn er hjá Bjarna!
5. febrúar 2016
Völva Tímaríms: Sýndarveruleiki, forystusauður og auðlegðarsýki
30. desember 2015
Völva Tímaríms reyndist sannspá
29. desember 2015
Pixpuffin fyrsti banner
Hlidargluggi
KogS Kubbur
EIR

Rúsínan

Ófeigur og Kolur
2. feb. 2015
Völva Tímaríms glögg - Náttúrupassinn búinn að vera
8. jan. 2015
Er þetta tilstand nauðsynlegt?
4. des. 2014
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn?
3. sept. 2014
Ekki hægt að ljúga upp á þá...
20. ág. 2014

Greinasafn

  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • desember 2020
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • febrúar 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • desember 2016
  • apríl 2016
  • febrúar 2016
  • desember 2015
  • október 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • apríl 2015
  • mars 2015
  • febrúar 2015
  • janúar 2015
  • desember 2014
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
  • október 2012
  • september 2012
  • ágúst 2012
  • júlí 2012
  • júní 2012
  • október 2011
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • júní 2009
  • maí 2009
Turn
KogS Turn

Efnisorð

AGS Alþingi Arion banki Art Tatum Baugur Bjarni Benediktsson Cole Porter Davíð Oddsson DV Ella Fitzgerald ESB Fat-fit Fats Waller FME Framsóknarflokkurinn Frank Sinatra Glitnir Gylfi Magnússon Hanna Birna Kristjánsdóttir Hægri grænir Hæstiréttur Héraðsdómur Reykjavíkur Iceland Iceland Express Icesave Jóhanna Sigurðardóttir Kaupþing Landsbankinn Louis Armstrong Morgunblaðið RÚV Samfylkingin Seðlabankinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokkurinn skuldaleiðrétting Steingrímur J. Sigfússon Svavar Gestsson sérstakur saksóknari Tímarím Veggsport verðtrygging Íbúðalánasjóður Ólafur Arnarson Ólafur Ragnar Grímsson

Fylgdu okkur á Facebook

Rss veita Tímarím

Fylgdu okkur á Twitter

  • Twitter feed loading

Tímarím © Ólafur Arnarsson 2012 | Öll réttindi áskilin