• Forsíða
  • Um Tímarím
  • Hafa samband
  • Auglýsingar
  • Íslenska
  • English

logo
facebook
rss
twitter
Haus

  • Forsíða
  • Fréttir og pistlar
    • Ólafur Arnarson
    • Innlent
    • Útlönd
    • Fréttaskýringar
    • Jón Þorbjörnsson
    • Örn Ólafsson
    • Forsetakosningar 2012
  • Rúsínan
  • Menning
    • Bækur
    • Matur og vín
    • Heimilið
    • Viskí
  • Skemmtilegt
    • Lagasafnið
    • Tímagrín
    • Fat-fit
  • Um Tímarím


Umboðsmaður skuldara: Borgaðu bankanum frekar en að borða og kaupa lyf!

26. júlí 2012
Höfundur: Ólafur Arnarson

Katrín er rösklega fertug kona í Reykjavík. Hún átti mann og stálpaðan son og hús og var í ágætri vinnu. Hjónin höfðu það gott þó að þau flygju ekki með himinskautum eins og margir hér á landi fyrir hrun. Nokkru fyrir hrun fór að tóku áföll að dynja yfir fjölskylduna. Katrín missti heilsuna og var að lokum úrskurðuð 75 prósent öryrki. Hún gat ekki haldið áfram að vinna og hagur fjölskyldunnar breyttist. Hjónabandið þoldi ekki álagið og hjónin skildu. Katrín náði samt að eignast íbúð fyrir sinn hlut í búi þeirra hjóna. Hún átti átta milljónir í íbúðinni, sem kostaði 27 milljónir. Hún þurfti ekki stórt húsnæði þar sem sonurinn var á þessum tíma kominn í háskólanám og fluttur að heiman. Um svipað leyti þurfti Katrín þó að taka að sér systurson sinn sem var nýskriðinn á táningsaldurinn. Systir Katrínar var í óreglu og barnið hefði engan samastað haft ef Katrín hefði ekki tekið hann að sér.

Búin að missa allt en áfram hundelt

Hrunið fór illa með Katrínu. Hún hafði ekki tekið erlend lán en verðtryggðu lánin af litlu íbúðinni hennar hækkuðu ört í óðaverðbólgunni, sem var hafin löngu áður en bankarnir sjálfir hrundu. Hún, 75 prósent öryrkinn, hafði ekki möguleika á að auka tekjur sínar með meiri vinnu, þar sem hún var atvinnulaus og komin á örorkubætur. Systursonur hennar var líka í vandræðum. Hann var í slæmum félagskap og leiddist smám saman út í drykkju, neyslu fíkniefna og afbrot. Lán fóru í vanskil hjá Katrínu. Greiðslubyrðin jókst og hún réð ekki við að halda íbúðinni. Að lokum fór íbúðin á uppboð og var slegin bankanum. Katrín er orðin eignalaus og býr í félagslegri íbúð á vegum Reykjavíkurborgar.

Þrátt fyrir að íbúðin hennar sé horfin í hendur bankans stendur eftir átta milljón króna skuld sem bankinn innheimtir af krafti. Það er vegna þess að 27 milljón króna íbúðin hennar var ekki metin nema á 20 milljónir þegar bankinn tók hana yfir og verðtryggða lánið hafði rokið úr 19 milljónum í 28 milljónir þrátt fyrir að Katrín hefði borgað samviskulega af því í fjögur ár áður en greiðslubyrðin varð henni ofviða. Þarna var hún eignalaus á örorkubótum að reyna að standa skil á átta milljóna skuld. Dæmið gekk ekki upp. Þegar Katrín þurfti að velja á milli þess að borga af lánum og því að kaupa mat valdi hún seinni kostinn. Síðastliðið haust sá Katrín enga aðra leið en að leita eftir aðstoð umboðsmanns skuldara.

Furðulegar móttökur

Móttökurnar hjá umboðsmanni skuldara voru ekki alveg þær sem Katrín hafði vonast eftir. Henni var tekið fálega. Starfsmaður umboðsmanns spurði hana með þjósti að því hvernig henni hefði tekist að klúðra fjármálum sínum svona . Hún reyndi að segja sína sögu og spurði hvað hún ætti að gera. Starfsmaður umboðsmanns skuldara var með það á hreinu. Katrín yrði einfaldlega að borga af lánum sínum.

En þá hef ég ekki efni á að kaupa mat. Ertu að segja mér að fara í röðina eftir matargjöfum hjá fjölskylduhjálpinni til að geta borgað bankanum, sem er þegar búinn að hirða íbúðina mína?

spurði Katrín. Ráðgjafinn hjá umboðsmanni skuldara leit á hana slíkum svip og augnaráði að Katrín túlkaði það sem jákvætt svar – að umboðsmanni skuldara þætti sjálfsagt að bankinn hefði forgang framyfir grunnþarfir fjölskyldunnar.

Skáldsagnaritun hjá umboðsmanni

Lítið gerðist í málum Katrínar í allan vetur. Hún þurfti að leggja fram mikið magn af gögnum til að starfsmenn umboðsmanns skuldara gætu gert áætlun um getu hennar til að greiða skuldir. Umsóknin hennar lá fyrir hjá umboðsmanni fullbúin með öllum fylgigögnum í nóvember 2011. Það var loks fyrir u.þ.b. mánuði, sjö mánuðum eftir að fullbúin umsókn hafði verið lögð fram, sem Katrín fékk þykkt bréf frá umboðsmanni skuldara. Þar er henni tjáð að umsókn hennar um greiðsluaðlögun hafi verið samþykkt. Með fylgdu útreikningar umboðsmanns skuldara um að Katrín eigi rúmar 14 þúsund krónur í afgang í hverjum mánuði, sem hún verði að greiða bankanum. Samkvæmt þessum útreikningum munu skilvísar greiðslur Katrínar næstu 570 mánuði, eða því sem næst í næstu 48 ár, duga til að greiða til fulls kröfu bankans – þ.e. ef engir vextir eða verðbætur verða reiknaðar á þessa „skuld“.

Katrínu féllust hendur þegar hún sá þessa útreikninga og hafði samband við Tímarím. Hún féllst á að leyfa Tímarími að skoða og fjalla um hennar mál en vildi ekki koma fram undir nafni. Katrín er ekki hennar rétta nafn og smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á málinu og atvikalýsingu til að vernda friðhelgi hennar einkalífs.

Útreikningar byggja ekki á raunveruleikanum

Þegar mál Katrínar er skoðað og afgreiðsla umboðsmanns skuldara á hennar umsókn vekur fyrst athygli að umboðsmaður skuldara notar neysluviðmið, sem eru langt undir neysluviðmiðum Velferðarráðuneytisins. Tímarím hafði samband við umboðsmann skuldara og fékk þær upplýsingar að þetta væri vegna þess að neysluviðmið umboðsmanns væru hugsuð til skamms tíma en greiðsluaðlögun mun vera þriggja ára ferli.

Umboðsmaður skuldara setur upp eftirfarandi útreikning (tölur rúnnaðar af):

 
Tekjur á mán. Tekjur Til framfærslu Gjöld Skýring
Tekjur 174.000 Matur og hreinlætisvörur 63.750  Viðmið UMS
Barnabætur 18.500 Föt og skór 10.965 Viðmið UMS
Meðlag 24.200 Læknis- og lyfjakostnaður 10.403 Viðmið UMS
Húsaleigubætur 70.000 Tómstundir 20.468 Viðmið UMS
Önnur laun (Hætta í janúar 2013) 86.000 Samskiptakostnaður 12.284 Viðmið UMS
Samtals tekjur til framfærslu 372.700 Önnur þjónusta  6.307 Viðmið UMS 
    Rekstur bíls/almenningssamgöngur 43.965  Viðmið UMS 
    Til ráðstöfunar 168.142 204.558 
Eignir samtals 3.000      
Skuldir samtals 8.100.000 Húsaleiga 114.000   
Skuldir umfram eignir 8.097.000 Rafmagn, hiti og hússjóður 13.000   
    Tryggingar 4.000  Viðmið UMS – bílatr 
    Skóli, dagvistun 10.000   
    Útvarpsgjald 1.567   
    Framkvæmdasj. aldraðra  765   
    Önnur útgjöld  46.822   
    Önnur útgjöld samtals 190.154  
    Útgjöld samtals  358.296   
         
    Greiðslugeta   14.404 

 

Þetta lítur svo sem ágætlega út þar til farið er að rýna í tölurnar.

Efri hluti útgjaldatöflunnar er alfarið byggður á viðmiðum umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður fer undir grunnviðmið Velferðarráðuneytisins t.d. hvað varðar kostnað við föt og skó, sem nemur rúmlega þrjú þúsund krónum á mánuði eða fjörutíu þúsund krónum á ári. Hér erum við að tala um grunnviðmið ráðuneytisins en ekki dæmigerð viðmið.  Grunnviðmið ráðuneytisins á að vera til skamms tíma líkt og neysluviðmið umboðsmanns skuldara. Ef miðað er við dæmigerð viðmið ráðuneytisins skeikar þarna næstum átta þúsund og fimm hundruð krónum á mánuði, eða eitt hundrað þúsundum á ári.

Ekki gert ráð fyrir lyfja-, læknis- eða námskostnaði

Katrín er öryrki, sem þarf á dýrum lyfjum að halda vegna sjúkdóma. Hún lagði fram ítarlegar upplýsingar um lyfjakostnað sinn, sem nemur að lágmarki 22 þúsund krónum í mánuði hverjum eða meira en tvöfaldri þeirri upphæð sem umboðsmaður skuldara notar sem viðmið fyrir læknis- og lyfjakostnað Katrínar. Þá á eftir að telja til kostnað við læknaheimsóknir. Hvers vegna var Katrín skikkuð til að leggja fram staðfestar upplýsingar á kostnaði sínum ef umboðsmaður skuldara virðir þær síðan að vettugi og notar einhver meðaltalsviðmið sem stofnunin sjálf hefur kokkað upp? Strax í fata- og lyfjakostnaði er vantalið upp á meira en sem nemur þeim „afgangi“ sem umboðsmaður skuldara krefst þess að Katrín greiði bankanum í hverjum mánuði.

Katrín er í námi við Háskóla Íslands til að afla sér menntunar sem getur nýst henni til að komast aftur á vinnumarkaðinn en hún varð að hverfa af vinnumarkaði vegna örorku. Ekkert tillit er tekið til námskostnaðar hennar í framfærsluviðmiðum umboðsmanns skuldara. Skráningargjöld í Háskóla Íslands eru 65 þúsund krónur á ári og bókakostnaður nemur tugum þúsunda á hverri önn. Þetta viðurkennir umboðsmaður skuldara ekki. Þá ber Katrín kostnað af skólagöngu systursonar síns.

Brúttótekjur notaðar en ekki nettó og gert ráð fyrir tekjum sem ekki eru til

Það er þó fyrst, þegar horft er á tekjuhliðina, sem málið verður skrítið. Umboðsmaður skuldara notar heildartekjur Katrínar upp á kr. 372.700 á mánuði til að reikna út greiðslugetu hennar. Þarna tekur umboðsmaður skuldara ekkert tillit til þess að Katrín þarf að greiða skatta af sumum sínum tekjum og bótum, sem nemur meira en tvöföldum þeim 14 þúsundunum, sem eiga að vera í „afgang“ fyrir bankann samkvæmt útreikningum embættisins. Þá tekur umboðsmaður ekkert tillti til þess að inni í þessari tölu eru greiðslur sem hætta eftir minna en hálft ár, þegar systursonur Katrínar nær átján ára aldri. Þá hættir sérstök umönnunargreiðsla upp á kr. 86 þúsund (skattskyld) sem Katrín hefur fengið í hverjum mánuði vegna þess að hún annast um fósturbarn. Slík greiðsla hættir þegar barnið nær átján ára aldri. Barnið fer ekki af heimilinu en greiðslurnar frá opinberum aðilum með því hætta að berast.

Þannig blasir við að Katrín á engan afgang upp á 14 þúsund krónur til að borga bankanum í hverjum mánuði. Hún er tugum þúsunda neðan við núllið nú þegar en í janúar verður hún í 100 þúsund króna holu um hver mánaðarmót.

Umboðsmaður kröfuhafa en ekki skuldara

Þetta eru hneykslanleg vinnubrögð hjá umboðsmanni skuldara sem sýna svart á hvítu að umboðsmaður ástundar þá útreikninga að reikna niður til síðasta eyris hversu mikið er hægt að kreista út úr skuldhrjáðum Íslendingum fyrir bankana, sem nú eru í eigu erlendra spákaupmanna.

Katrín skrifaði undir þennan greiðsluaðlögunar samning vegna þess að hún þorði ekki annað. Hún óttaðist viðbrögð bankans ef hún neitaði að skrifa undir. Starfsmenn umboðsmanns skuldara settu mikinn þrýsting á hana um að skrifa undir. Það er fullkomlega óvíst að hún geti staðið við svo mikið sem einn gjalddaga samkvæmt þessari greiðsluaðlögun sem umboðsmaður skuldara hannaði fyrir bankann – nema þá með því að fara í röð eftir matargjöfum hjá fjölskylduhjálpinni, hætta að kaupa nauðsynlegt lyf og neita sér um að láta gera við götóttu skóna sína. Þetta er umboðsmanni skuldara fullljóst en samt var þrýst á Katrínu um að samþykkja þennan nauðungarsamning.

Var það tilgangurinn með embætti umboðsmanns skuldara að leika samborgara okkar svona grátt? Er rétt að kenna svona stofnun við þjónustu við skuldara eða væri e.t.v. betur við hæfi að láta nafnið lýsa raunverulegri starfsemi stofnunarinnar og nefna hana umboðsmann kröfuhafa? Hvað kallar maður stofnun sem gengur svona fram gegn illa stöddum viðskiptavinum sínum?

 

fjölskylduhjálpin, greiðsluaðlögun, öryrki, umboðsmaður kröfuhafa, Umboðsmaður skuldara
Deila á samfélagsmiðlum
Email
Prenta grein
Nýjast
Vinsælast
Pistlar
Tinder keine nachrichten zugespielt bekommen. Tinder funktioniert nicht – Dies im Stande sein Diese erledigen
28. febrúar 2021
Recommendations In order to Rejoice Just Present day gambling establishment Interface Machines
28. febrúar 2021
Thai Cupid Review & Experiences. The Thai Cupid search function
28. febrúar 2021
Let me inform about numerous Trusted $5000 Loans with Bad Credit
28. febrúar 2021
Go for an image that doesn’t distract the audience and you’ll be much more probably be the main focus of several replies.
28. febrúar 2021
Hvaða spurningar var Þóra hrædd við?
24. júní 2012
Umboðsmaður skuldara: Borgaðu bankanum frekar en að borða og kaupa lyf!
26. júlí 2012
Sjálfhverft, siðlaust sjálftökulið!
8. júlí 2012
Bjarni skuldar skýringar
17. júlí 2012
Taugatitringur
14. júní 2012
Völvuspá Tímaríms fyrir 2017
31. desember 2016
Völva Tímaríms var með þetta
19. apríl 2016
Boltinn er hjá Bjarna!
5. febrúar 2016
Völva Tímaríms: Sýndarveruleiki, forystusauður og auðlegðarsýki
30. desember 2015
Völva Tímaríms reyndist sannspá
29. desember 2015
KogS Kubbur
Pixpuffin fyrsti banner
Hlidargluggi
EIR

Rúsínan

Ófeigur og Kolur
2. feb. 2015
Völva Tímaríms glögg - Náttúrupassinn búinn að vera
8. jan. 2015
Er þetta tilstand nauðsynlegt?
4. des. 2014
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn?
3. sept. 2014
Ekki hægt að ljúga upp á þá...
20. ág. 2014

Greinasafn

  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • desember 2020
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • febrúar 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • desember 2016
  • apríl 2016
  • febrúar 2016
  • desember 2015
  • október 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • apríl 2015
  • mars 2015
  • febrúar 2015
  • janúar 2015
  • desember 2014
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
  • október 2012
  • september 2012
  • ágúst 2012
  • júlí 2012
  • júní 2012
  • október 2011
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • júní 2009
  • maí 2009
KogS Turn
Turn

Efnisorð

AGS Alþingi Arion banki Art Tatum Baugur Bjarni Benediktsson Cole Porter Davíð Oddsson DV Ella Fitzgerald ESB Fat-fit Fats Waller FME Framsóknarflokkurinn Frank Sinatra Glitnir Gylfi Magnússon Hanna Birna Kristjánsdóttir Hægri grænir Hæstiréttur Héraðsdómur Reykjavíkur Iceland Iceland Express Icesave Jóhanna Sigurðardóttir Kaupþing Landsbankinn Louis Armstrong Morgunblaðið RÚV Samfylkingin Seðlabankinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokkurinn skuldaleiðrétting Steingrímur J. Sigfússon Svavar Gestsson sérstakur saksóknari Tímarím Veggsport verðtrygging Íbúðalánasjóður Ólafur Arnarson Ólafur Ragnar Grímsson

Fylgdu okkur á Facebook

Rss veita Tímarím

Fylgdu okkur á Twitter

  • Twitter feed loading

Tímarím © Ólafur Arnarsson 2012 | Öll réttindi áskilin