• Forsíða
  • Um Tímarím
  • Hafa samband
  • Auglýsingar
  • Íslenska
  • English

logo
facebook
rss
twitter
Haus

  • Forsíða
  • Fréttir og pistlar
    • Ólafur Arnarson
    • Innlent
    • Útlönd
    • Fréttaskýringar
    • Jón Þorbjörnsson
    • Örn Ólafsson
    • Forsetakosningar 2012
  • Rúsínan
  • Menning
    • Bækur
    • Matur og vín
    • Heimilið
    • Viskí
  • Skemmtilegt
    • Lagasafnið
    • Tímagrín
    • Fat-fit
  • Um Tímarím


Sjálfhverft, siðlaust sjálftökulið!

8. júlí 2012
Höfundur: Ólafur Arnarson

Úr þingsal

Á síðasta degi Alþingis samþykktu þingmenn lög nr. 85/2012 um breytingar á þingsköpum. Í þingsköpum er m.a kveðið á um ræðutíma, meðferð þingmála o.s.frv. Í þetta sinn notuðu þingmenn tækifærið og færðu sjálfum sér kjarabætur með breytingu á lögum um þingsköp. Það eiga þingmenn ekki að gera. Þeir heyra undir Kjararáð, sem ákveður laun þeirra og kjör. Fjörutíu og fjórir þingmenn úr öllum flokkum greiddu kjarabótum sínum atkvæði. Einn sat hjá og átján voru fjarverandi.

Hvaða kjarabætur var svo hér um að ræða. Jú, þingmenn eru að taka sér ýmis hlunnindi, sem Kjararáð hefur ekki valið að veita þeim. Í greinargerð með frumvarpinu segir:

Með breytingunni er lagt til að í almennum reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað megi ákveða að alþingismenn skuli eiga rétt á að fá greiddan ýmsan kostnað, svo sem við kaup á gleraugum eða heyrnartækjum, krabbameinsleit, líkamsrækt o.fl. [leturbreyting ÓA] Hér er farin sambærileg leið og kjararáð ákvað 19. desember 2006 og fól í sér að embættismenn skyldu eiga rétt á greiðslum úr Styrktarsjóði BHM. Ekki er þó lagt til að stofnaður verði sérstakur fjölskyldu- og styrktarsjóður fyrir alþingismenn heldur fari um rétt alþingismanna í þessum efnum með sambærilegum hætti og um rétt embættismanna. Jafnframt felur þetta ákvæði í sér rétt alþingismanna til fæðingarstyrks eins og á við um embættismenn. Er fyrirhugað að forsætisnefnd setji nánari reglur um hann.

Kjararáð ákvað að veita embættismönnum þessi fríðindi og mjög má deila um réttmæti þess. Ljóst er hins vegar að Kjararáð vildi ekki veita þingmönnum þessi hlunnindi. Annars hefði ráðið tekið ákvörðun um slíkt.

Einungis tíundi partur þjóðarinnar ber traust til Alþingis. Ein orsök þessa víðtæka vantrausts er siðlaus sjálftaka þingmanna svo sem birtist í þessari lagasetningu. Þarna standa allir flokkar saman. Stjórnmálastéttin sér um sig. Svo furðar þetta fólk sig á því að fólkið í landinu fyrirlítur það.

Deila ekki kjörum með þjóðinni

Hvernig tengist það þingmennsku að fá ókeypis gleraugu, heyrnartæki, krabbameinsleit, líkamsrækt og fleira?

Þjóðin sem þingmenn segja lög býr við annan veruleika en þingmenn sjálfir. Ríkið tekur aðeins lítinn þátt í tannlæknakostnaði barnafjölskylda. Um daginn fékk barnafjölskylda á höfuðborgarsvæðinu kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra tannréttinga eins barnsins á heimilinu. Kostnaðurinn er áætlaður meira en 800 þúsund krónur á þriggja ára tímabili. Tannréttingin er nauðsynlegt vegna þess að ef ekki verður ráðist í hana munu tannræturnar eyðileggjast og barnið missa tennur sínar fyrir 25 ára aldur. Kostnaðarþátttaka ríkisins er 150 þúsund krónur. Stjórnmálastéttin gerir ekkert í þessum málum en tryggir sjálfri sér ókeypis árskort í líkamsrækt. Hvað ætli börnin séu mörg á Íslandi, sem sofna með tannpínu á hverju kvöldi á meðan þingmenn velja sér merkjagleraugu á kostnað foreldra þeirra?

Það yrði örugglega búbót fyrir fjölskylduna, sem þarf að borga meira en 800 þúsund í tannréttingar fyrir barnið sitt, jafnvel þó að ríkið auki ekki kostnaðarþátttöku sína í þessum heilbrigðiskostnaði, ef ríkið tæki að sér að borga gleraugu og líkamsrækt. Það safnast þegar saman kemur. En þingmenn vilja ekki að ríkið borgi tannlækningar barna eða gleraugu og heyrnartæki fyrir venjulegt fólk. Þingmenn láta ríkið borga þetta fyrir sig en ekki aðra. Þetta er ekkert annað en svívirðileg sjálftaka.

Vita ekki hvað kostar – er alveg sama

Einn flutningsmanna sjálftökufrumvarpsins var spurður á þingi hvað þetta myndi nú allt kosta ríkið og svaraði hann því til að kostnaðurinn væri hverfandi – það tæki því ekki einu sinni að minnast á hann. Sé þetta rétt hjá þingmanninum, sem raunar má efast stórlega um, má spyrja hvers vegna verið er að flytja kostnað, sem er svo lítill að það tekur því ekki að nefna hann, frá þingmönnum sjálfum yfir á ríkið? Á ekki annars að láta fjárlagaskrifstofu Fjármálaráðuneytisins reikna út kostnaðaráhrif allra frumvarpa?

Einstaklingum á vanskilaskrá fjölgar enn milli ára og nú eru hátt í 30 þúsund manns á þeim svarta lista. Flestir eru þar vegna stökkbreyttra lána – gengistryggðra og verðtryggðra. Tugþúsundir heimila eru í miklum skuldavanda sem þingið hefur ekki svo mikið sem lyft litla fingri til að taka á. Ekki hefur heldur verið tekið á skuldavanda atvinnufyrirtækjanna í landinu. Þúsundir fyrirtækja eru rekin fyrir náð og miskunn banka. Ekki gera þingmenn neitt í því.

Fólk stendur í biðröðum eftir matargjöfum og ekki gera þingmenn neitt í því. Þeir eru of uppteknir við sjálftökuna. Forgangsröðunin hjá Alþingi er skýr. Mestu skiptir að þingmenn þurfi ekki að kafa í eign vasa til að borga fyrir árskortið í líkamsrækt eða Alain Mikli gleraugun – nema þeir vilji D&G gleraugu. Það dugar ekkert nema það besta fyrir þingmenn. Skítt með pupulinn.

Hlusta ekki á fólkið í landinu

Kannski er það svo að allir þingmenn séu heyrnarlausir. Þeir heyra alla vega ekki í fólkinu í landinu og hlusta örugglega ekki á það. Skyldu góð heyrnartæki á kostnað pupulsins gera þingmönnum kleift að heyra betur í kjósendum? Hlusta þeir? Sé einhver von til þess er þeim fjármunum e.t.v. vel varið sem fara í kaup á heyrnartækjum fyrir þingmenn en þá á líka að skikka þá til að ganga alltaf með þau og stilla hljóðið á hæsta styrk.

Það er svo sannarlega góð ástæða fyrir því að þjóðin treystir ekki Alþingi. Sjálftökulögin nr. 85/2012 eru kristalstær birtingarmynd þess að þingmenn gefa skít í þjóðina og hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Hafi þingmenn allra flokka megna skömm fyrir.

Það er mjög mikilvægt að þingmenn deili kjörum með þjóðinni. Við getum ekki svipt efnamenn úr hópi þingmanna eignum sínum og við viljum vitanlega að laun þingmanna séu mannsæmandi – jafnvel góð. Starfskjör þingmanna eiga hins vegar að vera gegnsæ og taka mið af starfskjörum fólksins í landinu en ekki æðstu embættismanna. Venjulegt fólk þarf að kaupa sér sín gleraugu sjálft og það borgar sjálft fyrir sína líkamsrækt. Verkalýðsfélög niðurgreiða sumt en þær niðurgreiðslur eru ekki gjöf heldur áunnin réttindi. Þingmenn hrifsa sér hlunnindi framyfir það sem Kjararáð ætlar þeim og fólki ofbýður.

Sem betur fer eru ekki nema níu mánuðir þar til þjóðin fær tækifæri til að hreinsa út þingmenn sem hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig – sjá sig sem atvinnuþingmenn og myndu ekki sjá kjör fólksins í landinu með dýrustu Versace gleraugum – myndu ekki heyra ákall heimilanna með túrbóknúnum heyrnartækjum. Þessir þingmenn eru sjálftökulið sem þarf að hreinsa út af þingi. Þetta eru því miður næstum allir þingmenn.

Burt með þetta lið!

 

Alþingi, lög nr.85/2012, sjálftökulið, stjórnmálastéttin, þingmenn
Deila á samfélagsmiðlum
Email
Prenta grein
Nýjast
Vinsælast
Pistlar
Une nouvelle enlever tout mon frère ? ) L’expression d’un franc drame
5. mars 2021
Without a doubt about overview of united states Title Loans
5. mars 2021
Without a doubt more about Out Personals
5. mars 2021
Madres mujeres sin pareja aportan sexualidad en condiciones Гіptimas de trabajo Youtube previa a aguantar a la estirpe
5. mars 2021
Without a doubt about 3 Things you must know Before you apply for a financial Loan
5. mars 2021
Hvaða spurningar var Þóra hrædd við?
24. júní 2012
Umboðsmaður skuldara: Borgaðu bankanum frekar en að borða og kaupa lyf!
26. júlí 2012
Sjálfhverft, siðlaust sjálftökulið!
8. júlí 2012
Bjarni skuldar skýringar
17. júlí 2012
Taugatitringur
14. júní 2012
Völvuspá Tímaríms fyrir 2017
31. desember 2016
Völva Tímaríms var með þetta
19. apríl 2016
Boltinn er hjá Bjarna!
5. febrúar 2016
Völva Tímaríms: Sýndarveruleiki, forystusauður og auðlegðarsýki
30. desember 2015
Völva Tímaríms reyndist sannspá
29. desember 2015
Pixpuffin fyrsti banner
Hlidargluggi
KogS Kubbur
EIR

Rúsínan

Ófeigur og Kolur
2. feb. 2015
Völva Tímaríms glögg - Náttúrupassinn búinn að vera
8. jan. 2015
Er þetta tilstand nauðsynlegt?
4. des. 2014
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn?
3. sept. 2014
Ekki hægt að ljúga upp á þá...
20. ág. 2014

Greinasafn

  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • desember 2020
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • febrúar 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • desember 2016
  • apríl 2016
  • febrúar 2016
  • desember 2015
  • október 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • júní 2015
  • maí 2015
  • apríl 2015
  • mars 2015
  • febrúar 2015
  • janúar 2015
  • desember 2014
  • nóvember 2014
  • október 2014
  • september 2014
  • ágúst 2014
  • júlí 2014
  • júní 2014
  • maí 2014
  • apríl 2014
  • mars 2014
  • febrúar 2014
  • janúar 2014
  • desember 2013
  • nóvember 2013
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júlí 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013
  • mars 2013
  • febrúar 2013
  • janúar 2013
  • desember 2012
  • nóvember 2012
  • október 2012
  • september 2012
  • ágúst 2012
  • júlí 2012
  • júní 2012
  • október 2011
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • júní 2009
  • maí 2009
KogS Turn
Turn

Efnisorð

AGS Alþingi Arion banki Art Tatum Baugur Bjarni Benediktsson Cole Porter Davíð Oddsson DV Ella Fitzgerald ESB Fat-fit Fats Waller FME Framsóknarflokkurinn Frank Sinatra Glitnir Gylfi Magnússon Hanna Birna Kristjánsdóttir Hægri grænir Hæstiréttur Héraðsdómur Reykjavíkur Iceland Iceland Express Icesave Jóhanna Sigurðardóttir Kaupþing Landsbankinn Louis Armstrong Morgunblaðið RÚV Samfylkingin Seðlabankinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sjálfstæðisflokkurinn skuldaleiðrétting Steingrímur J. Sigfússon Svavar Gestsson sérstakur saksóknari Tímarím Veggsport verðtrygging Íbúðalánasjóður Ólafur Arnarson Ólafur Ragnar Grímsson

Fylgdu okkur á Facebook

Rss veita Tímarím

Fylgdu okkur á Twitter

  • Twitter feed loading

Tímarím © Ólafur Arnarsson 2012 | Öll réttindi áskilin